Jólagjafabréf 2025

Þetta árið bjóðum við upp á tvær gerðir gjafabréfa. Annarsvegar hellaferð í Vatnshelli og svo fjórhjólaferð upp að Snæfellsjökli.
Gjafabréfin eru send rafrænt samstundis við kaup.

GJAFABRÉF Í VATNSHELLI GJAFABRÉF Í FJÓRHJÓLAFERÐ

Jólagjafabréf
í Vatnshelli

Hellaferð í Vatnshelli á Snæfellsnesi er fræðandi og skemmtileg upplifun þar sem þessi 8000 ára gamli hraunhellir er skoðaður með leiðsögn.

Gjafabréfið gildir fyrir tvo fullorðna. Frítt er fyrir börn 5-11 ára.
Í fylgd með handhöfum gjafabréfs fá einnig börn á aldrinum 12-17 ára frítt (allt að 3 pr. gjafabréf)
Aldurstakmark er 5 ára.

Gjafabréfið er afhent rafrænt strax eftir greiðslu.
Hægt er að greiða með korti eða Netgíró.

Skemmtileg og fræðandi upplifun þar sem undirheimar Snæfellsness eru kannaðir.
Vatnshellir er um 8000 ára gamall hraunhellir yst á Snæfellsnesi sem varð til við eldgos í Purkhólum við Snæfellsjökul.

Gestir fá hjálm og ljós og fara svo í fylgd með leiðsögumanni niður í hellinn þar sem kynnast má alls kyns fallegum hraunmyndunum og fræðast um hvernig hellirinn varð til.

Hellaferðin tekur 45 mínútur og er fær flestum, mikilvægt að gestir geti gengið sjálfir á ójöfnu yfirborði hellisins.

Ferðir eru á dagskrá allt árið, þegar handhafi vill nýta gjafabréfið verður að bóka ferð. Gjafabréfið gildir út árið 2026.

Til að bóka er best að senda email á 
info@summitguides.is en einnig má hafa samband við okkur í síma 787-0001


Allar nánari upplýsingar um ferðina má finna með því að smella hér.

Jólagjafabréf í Fjórhjólaferð

Þessi skemmtilega fjórhjólaferð er mögnuð upplifun. Njóttu stórkostlegs útsýnis yfir Snæfellsjökul og Breiðafjörð.



Gjafabréf gildir fyrir eitt fjórhjól (1-2 manneskjur).

Gjafabréfið er afhent rafrænt strax eftir greiðslu.
Hægt er að greiða með korti eða Netgíró.

Skemmtileg 2-tíma fjórhjólaferð sem byrjar á Gufuskálum, þaðan sem keyrt er upp Eysteinsdal og að rótum Snæfellsjökuls í um 750 metra hæð. Þessi ferð hentar bæði byrjendum sem og þeim sem eru vanir fjórhjólum eða sambærilegum tækjum. Ferðin er hönnuð með það í huga að njóta útsýnisins og náttúrunnar, frekar en mikinn hraða og adrenalín.

Gestir fá allan nauðsynlegan búnað og fræðslu um hjólin áður en lagt er af stað. Fjórhjólin okkar eru einföld og krefjast engrar sérþekkingar.

Aldurstakmark er 12 ár fyrir farþega en ökumenn þurfa að hafa náð 17 ára aldri og vera með gilt ökuskírteini.


Ferðir eru á dagskrá yfir sumarið og fram á haust
Gjafabréfið gildir út árið 2027.


Þegar handhafi vill nýta gjafabréfið verður að bóka ferð. Til að bóka er best að senda email á info@summitguides.is en einnig má hafa samband við okkur í síma 787-0001.



Allar nánari upplýsingar um ferðina má finna með því að smella hér.