top of page
One of two staircases
Vatnshellir cave parking area
Vatnshellir cave lava
Group going into Vatnshellir
Vatnshellir cave Photography
Guide with his group in the cave
Guiding at the entrance of the cave
Hallway of the mythical creatures
Cave Entrance

Hellaferð í Vatnshelli

Fyrstu skrefin að miðju jarðar

Almennt

Allt frá árinu 2010 hefur verið boðið upp á skipulagðar ferðir í Vatnshelli en það ár var hellinum lokað vegna verndunarsjónarmiða hjá Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Fyrstu tvö árin sáu landverðir á vegum Þjóðgarðsins um ferðirnar en það verk var boðið út árið 2014 og nú sjá Hellaferðir slf. um ferðirnar niður í hellinn. Fyrirtækið er í eigu heimamanna sem hafa mikinn metnað til að útvega góða þjónustu með fræðandi og skemmtilegri leiðsögn en ekki síst til að vernda Vatnshelli og jafnframt aðra hraunhella á Íslandi með markvissri fræðslu til þeirra sem heimsækja hellinn.

 

Um Vatnshelli

Vatnshellir er 8000 ára gamall hraunhellir sem varð til við eldgos í Purkhólum ofan við Malarrif á utanverðu Snæfellsnesi. Purkhólahraun er hefðbundið basískt helluhraun og er talið eitt hellaríkasta hraun á Íslandi. Vatnshellir er í um 500 metra fjarlægð frá Purkhólum og varð hellirinn til þegar yfirborðið á hraunrennslinu frá gígnum storknaði á meðan bráðið hraun hélt áfram að renna undir nýstorknuðu hrauninu. Það skildi eftir tómarúm þegar hraunrásin tæmdist, líklegast við endalok eldgossins. Inngangurinn varð svo til þegar þak hellisins hrundi að hluta til þegar hraunið byrjaði að kólna.

 

Ferðirnar í Vatnshelli

Við bjóðum 45 mínútna ferðir með leiðsögumanni niður í Vatnshelli. Vatnshellir er einn aðgengilegasti hraunhellir á Íslandi, en þrátt fyrir það þurfa þátttakendur að geta gengið sjálfir á ósléttu yfirborði. Þeir sem eiga erfitt með gang í myrkri eða á ósléttu yfirborði ættu ekki að fara í Vatnshelli. 

Það þarf að klæða sig vel fyrir ferðina þar sem hitastig í hellinum er rétt yfir frostmarki allt árið um kring. Við mælum með því að þátttakendur séu í gönguskóm en góðir strigaskór geta gengið. Háir hælar, inniskór og flatbotna skór eru bannaðir í hellinum af öryggisástæðum. Við mælum eindregið með því að hanskar eða vettlingar séu með í för, fyrir þægindi og ekki síst fyrir öryggi. Beitt hraun getur farið illa með óvarðar hendur ef einhver skyldi detta. Ekki þarf að skríða í Vatnshelli.

 

Hvenær og Hvernig?

Ferðir með leiðsögumönnum eru í boði allt árið. Til að sjá hvaða tímar eru í boði getur þú fundið dagatalið á þessari síðu, valið þá dagsetningu sem þú hefur hug á að koma og þar fyrir neðan birtast þeir tímar sem í boði eru þann dag.
 

Við mælum með að bóka á vefsíðu okkar.

Við útvegum hjálm og ljós fyrir alla þátttakendur, höfuðljós eru ekki leyfð í hellinum.
Ferðirnar eru bæði á ensku og íslensku, jafnvel á báðum tungumálum ef svo ber undir.

Staðsetningu Vatnshellis má finna hér, merkt sem Meeting Point C.

Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna!

vatnshellir@vatnshellir.is - Sími: 665 2818

 

 

 

Helstu upplýsingar
  • Einn aðgengilegasti hraunhellir á Íslandi

  • Ferðin tekur 45 mínútur

  • Ferðir alla daga, allt árið

  • Þú þarft að taka með:

    • Hlý föt

    • Góða skó

    • Vettlinga/hanska

Verðskrá

Fullorðnir: Kr. 4.500,-

Námsmenn og eldri borgarar: Kr. 3.500,-

Unglingar (12-17): Kr. 2.000,-

Börn (5-11): Frítt

Öll verð innihalda 11% VSK

ref: SA-1

bottom of page