Summit Adventure Guides goes through restructuring

 

We are currently restructuring our company. Here below are the three main reasons.

First of all, conditions on Snæfellsjökull Glacier are changing. Snow levels are at an all time low and last few summers have been very warm. This has increased the crevasse danger substantially. This is due to changing weather patterns, most likely linked with changing climate.

The second reason is slow progress with the Environmental Agency of Iceland regarding continuation of our agreement to operate the Vatnshellir Cave Tour.

The third reason is the current pandemic.

Given the circumstances we are withdrawing and minimizing our operations in certain sectors. We will continue in tourism in Snæfellsnes peninsula but our operations on Snæfellsjökull glacier will change the most. There will be no terminations of employment following these changes and we will continue to build up opportunities for guides in the area. We are optimistic for the future and we will use the time well to restructure our company and develop new tours to adapt.


Due to COVID-19 pandemic, Vatnshellir Cave will be closed from Monday 23rd of March, until further notice.

Endurskipulagning Summit Adventure Guides

 

Nú standa yfir breytingar á rekstri Summit Adventure Guides á Gufuskálum.
Má þær rekja til þriggja meginástæðna.

Fyrst ber að nefna breyttar aðstæður á Snæfellsjökli.
Snjósöfnun á jöklinum er nú í lágmarki og mikil bráðnun síðustu ára hefur opnað áður óþekktar sprungur. Það gerir okkur erfitt að fara þær ferðir sem við höfum skipulagt á öruggan máta. Má að öllum líkindum tengja það við breytt veðurfar vegna þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað.

 

Önnur ástæða snýr að Vatnshelli. Nú í rúmt ár höfum við verið í mikilli óvissu með rekstur Vatnshellis í þjóðgarðinum Snæfellsjökli, allt frá því að 5 ára samningur okkar við Umhverfisstofnun rann út. Rekstur hellisins fór í útboð fyrir áramót og nú bíðum við niðurstöðu frá kærunefnd útboðsmála.

Þriðja ástæðan er svo sá heimsfaraldur sem nú geisar.

Með tilliti til þessara ástæðna höfum við ákveðið að draga saman okkar starfsemi á ákveðnum sviðum og einbeita okkur að kjarnastarfsemi. Summit Adventure Guides mun halda áfram ferðaþjónustu á Snæfellsnesi en umsvif okkar á Snæfellsjökli munu dragast mest saman við þessar breytingar. Engar uppsagnir fylgja þessum breytingum og viljum við halda áfram að byggja upp atvinnu fyrir fólk hér í heimabyggð.
Þrátt fyrir þessar breytingar erum við ekki af baki dottin, við horfum björtum augum á framtíðina og vitum að mörg tækifæri bíða okkar í ferðaþjónustu á því stórkostlega svæði sem við búum á.

Vegna COVID-19 heimsfaraldursins verður Vatnshellir lokaður frá og með mánudeginum 23. mars. Gildir lokunin þar til nýjar upplýsingar berast.