Hellaferð í Vatnshelli í jólagjöf

Um Gjafabréfið

Líkt og síðustu ár bjóðum við okkar vinsælu gjafabréf til sölu fyrir jólin.

Hér á þessari síðu getur þú valið fyrir hve marga gjafabréfið á að gilda, fyllir inn upplýsingar um hvert við eigum að senda gjafabréfið og greiðir fyrir með korti eða millifærslu. Í greiðsluferlinu færð þú val um hvort þú viljir fá útprentað gjafabréf sent heim eða fá sent rafrænt gjafabréf með tölvupósti.
 

Athugið!
Þú velur fyrir hve marga eitt gjafabréf á að gilda.
Viljir þú kaupa fleiri en eitt gjafabréf, þá þarf að velja fyrir hve marga hvert gjafabréf gildir og setja síðan hvert gjafabréf í körfu áður en gengið er frá kaupum.

 

Um Ferðina

Gjafabréfið er ávísun á ferð í Vatnshelli á Snæfellsnesi.

Vatnshellir er 8000 ára gamall hraunhellir sem varð til við eldgos í Purkhólum ofan við Malarrif á utanverðu Snæfellsnesi. Purkhólahraun er hefðbundið basískt helluhraun og er talið eitt hellaríkasta hraun á Íslandi. Vatnshellir er í um 500 metra fjarlægð frá Purkhólum og varð hellirinn til þegar yfirborðið á hraunrennslinu frá gígnum storknaði á meðan bráðið hraun hélt áfram að renna undir nýstorknuðu hrauninu. Það skildi eftir tómarúm þegar hraunrásin tæmdist, líklegast við endalok eldgossins. Inngangurinn varð svo til þegar þak hellisins hrundi að hluta til þegar hraunið byrjaði að kólna.

 

Við bjóðum 45 mínútna ferðir með leiðsögumanni niður í Vatnshelli. Vatnshellir er einn aðgengilegasti hraunhellir á Íslandi, en þrátt fyrir það þurfa þátttakendur að geta gengið sjálfir á ósléttu yfirborði. Þeir sem eiga erfitt með gang í myrkri eða á ósléttu yfirborði ættu ekki að fara í Vatnshelli. 

Það þarf að klæða sig vel fyrir ferðina þar sem hitastig í hellinum er rétt yfir frostmarki allt árið um kring. Við mælum með því að þátttakendur séu í gönguskóm en góðir strigaskór geta gengið. Háir hælar, inniskór og flatbotna skór eru bannaðir í hellinum af öryggisástæðum. Við mælum eindregið með því að hanskar eða vettlingar séu með í för, fyrir þægindi og ekki síst fyrir öryggi. Beitt hraun getur farið illa með óvarðar hendur ef einhver skyldi detta. Ekki þarf að skríða í Vatnshelli.

Aldurstakmark í hellaferðina er 5 ára.
Nánari upplýsingar um ferðina má finna hér.