Toppferð á Snæfellsjökul í jólagjöf

Um Gjafabréfið

Líkt og síðustu ár bjóðum við okkar vinsælu gjafabréf til sölu fyrir jólin. Hverju gjafabréfi fylgir lítil og falleg gjafaaskja sem hægt er að koma gjafabréfinu fyrir í, einu og sér eða t.d. með smáhlut sem gefa á með bréfinu. Á öskjuna er hægt að merkja viðtakanda og gefanda, en öskjunni er einnig hægt að pakka inn í hefðbundinn gjafapappír og bæta við merkimiða eða jólakorti að eigin vali.

Hér á þessari síðu getur þú valið fyrir hve marga gjafabréfið á að gilda, fyllir inn upplýsingar um hvert við eigum að senda gjafabréfið og greiðir fyrir með korti eða millifærslu. Athugið að gjafaaskjan kemur ósamsett með gjafabréfinu svo ekki er æskilegt að láta okkur senda gjöfina beint til viðtakanda gjafarinnar. Hafðu samband ef þú vilt að við útbúum gjöfina, komum henni fyrir í öskju og sendum beint á viðtakanda. Það gæti hentað vel fyrir þá sem búa utan Íslands.
Athugið að þú velur fyrir hve marga eitt gjafabréf á að gilda. Viljir þú kaupa fleiri en eitt gjafabréf, þá þarf að velja fyrir hve marga hvert gjafabréf gildir og setja síðan hvert gjafabréf í körfu áður en gengið er frá kaupum.

ATH!
Ef þú sérð ekki fram á að gjafabréfið berist í tæka tíð má senda tölvupóst á jolagjafabref@summitguides.is þegar þú hefur lokið við pöntun og biðja þar um rafrænt afrit af gjafabréfinu.
Við munum þá senda rafrænt afrit af gjafabréfinu með tölvupósti sem prenta má heima fyrir. Munið að taka fram pöntunarnúmer með beiðninni.

Um Ferðina

Gjafabréfið inniheldur ferð í “The Grand Summit Tour” á topp Snæfellsjökuls. Ferðin hefst á skrifstofunni okkar á Gufuskálum þar sem ferðin er undirbúin. Þegar allir eru klárir í ferðina er keyrt upp að snjó. Þaðan er farið á snjóbíl upp á Miðhengju efst á Snæfellsjökli (1380 m.). Miðhengjan er staðsett rétt fyrir neðan hinn eiginlega topp jökulsins (1446 m.). Ef aðstæður leyfa gefst áhugasömum tækifæri á að klífa toppinn með leiðsögumanni og öllum nauðsynlegum öryggisbúnaði. Það krefst almennrar líkamlegrar hæfni og tekur um 25 mínútur frá Miðhengju. Þeir sem hins vegar vilja taka því rólega geta setið inni í hlýjum snjóbílnum eða notið þess stórkostlega útsýnis yfir Snæfellsnes, Breiðafjörð og Faxaflóa sem sjá má frá jöklinum. Eftir huggulega stund fyrir ofan skýin með heitt súkkulaði við hönd höldum við til baka á snjóbílnum. Athugið að einnig er möguleiki að skíða niður með leiðsögumanni, og verður boðið upp á allan þann skíðabúnað sem þú þarft. Allir valmöguleikar svo sem klifur á toppinn, heitt súkkulaði eða skíðabúnaður eru innifalin í ferðinni. Einnig er innifalið Gore-Tex hlífðarfatnaður og hlýir, vatnsheldir fjallaskór fyrir þá sem þess óska.
Aldrei eru færri en tveir leiðsögumenn sem sjá um ferðina og er hámarksfjöldi í hverri ferð 12 manns. Það tryggir persónulega og góða þjónustu og eykur öryggi í ferðinni.
 
“The Grand Summit Tour” er ævintýraleg hálfs dags ferð upp á topp Snæfellsjökuls.
Það besta við ferðina er að hún hentar öllum 12 ára og eldri, óháð líkamlegri hæfni og áhugamálum þar sem einfalt er að bæta við fyrrgreindum möguleikum til að gera hana meira krefjandi eða spennandi.
Ferðin tekur um 4-5 tíma og er í boði frá febrúar / mars fram í júní.
Nánari upplýsingar um ferðina má finna hér.

  • Facebook Social Icon
  • Instagram Social Icon
Send us a message

© 2018 - Hellaferðir slf. - Gufuskálar - 360 Snæfellsbær - Iceland