Photo 08-05-16 11 53 10
snjobill1
IMG_5221
Snæfellsjökull from Eysteinsdalur
Summit of Snæfellsjökull Glacier

The Grand Summit Tour

Ég er á toppi veraldar!

Almennt

Í þessari ferð tökum allt það besta sem við stöndum fyrir og blöndum því saman við fallegasta útsýni sem fyrir finnst á Snæfellsnesi. Ferðin heitir The Grand Summit Tour en við gáfum henni það nafn ekki að ástæðulausu. Ferðin hefst með því að skipuleggja og undirbúa búnað á skrifstofu okkar að Gufuskálum (Meeting Point B). Þaðan er ekið á hópferðarbíl okkar upp að snjóbílnum sem mun fara með okkur upp að Miðhengjunni (1380 m). Miðhengjan er hæsti punktur á jöklinum sem er aðgengilegur farartækjum en hún er staðsett rétt fyrir neðan hinn eiginlega topp jökulsins (1446 m). Við munum stoppa þar um stund og njóta þess sem Snæfellsjökull hefur upp á að bjóða. Þar gefst áhugasömum tækifæri til þess að fara upp á topp jökulsins með reyndum leiðsögumanni. Það krefst líkamlegrar hæfni og tekur um 25 mínútur. Allir sem fara á toppinn eru útbúnir með öllum öryggisbúnaði t.a.m. klifurbelti, mannbroddum og ísexi. Ef þú kýst að fara ekki að upp á topp þá dvelur þú á Miðhengjunni á meðan og nýtur útsýnisins og mögulega spjallar við hinn leiðsögumanninn sem einnig mun bíða á Miðhengjunni. Ef þér er kalt þá getur þú alltaf farið inn í hlýja snjóbílinn okkar til þess að slappa af. Uppi á Miðhengjunni munum við bjóða upp á heitt súkkulaði og okkar klassísku íslensku flatkökur. Eftir að hafa eytt gæðastund ofan við skýin er kominn tímitil þess að halda til baka. Fyrir flesta er einfaldast að fara niður með snjóbílnum  en hvað segiru um að skíða niður? Við bjóðum upp á allan skíðabúnað sem þú þarft en hægt er að bóka skíði sem fría viðbót við ferðina, sem og önnur snjóleiktæki sem gætu verið í boði.

 

The Grand Summit Tour er hálfs dags ævintýralegr ferð upp á topp Snæfellsjökuls...Og það besta við ferðina? Hún er fyrir alla 12 ára og eldri, óháð líkamlegri hæfni og áhugamálum. Þú þarft eingöngu að bæta við klifri upp á toppinn eða skíðum eða öðrum leiktækjum til þess að gera þessa ferð enn meira krefjandi og spennandi! Hópar eru takmarkaðir við 12 þátttakendur sem gerir hlutfall þátttakenda og leiðsögumanna 6:1 en það er gert til þess að tryggja öryggi og góða þjónustu.

 

Hvenær og hvernig?

Við bjóðum upp á þessa ferð seinnipart veturs og fram á vor.
Þú finnur þá daga sem í boði eru á þessari síðu. 

Þú finnur upphafsstað ferðarinnar hér, merktan sem Meeting Point B (Gufuskálar). 

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar, sjá upplýsingar hér

Mikilvægt!

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá inn símanúmer og/eða póstfang í bókunarferlinu svo hægt sé að hafa samband ef það kemur til þess að breyta eða aflýsa þurfi ferðinni vegna veðurs eða annarra ástæðna. Verið viss um að hafa kveikt á símanum og/eða athugið vefpóst reglulega þegar líða tekur að ferðinni.

Búnaður

Það sem þú þarft að hafa meðferðis:

 • Hlý föt og utan yfir föt 

 • Góða skó

 • Snarl (ef þú vilt þitt eigið)

 • Sólgleraugu

Við útvegum:

 • Utan yfir föt (ef þig vantar)

 • Fjallagönguskó (ef þig vantar)

 • Vatn, íþróttadrykki og orkustykki

 • Heitt súkkulaði og brauðmeti

 • Allan skíðabúnað

  • Skíði​

  • Skíðaskó

  • Skíðastafi

 • Allan nauðsynlegan öryggisbúnað

  • Klifurbelti

  • Broddar

  • Ísaxir

  • Hjálma

Ferðin í hnotskurn!
 • Ferð með snjóbíl upp á Miðhengju á Snæfellsjökli (1380 m) 

 • Ferðin tekur samtals 4-5 klukkutíma

 • Allt innifalið

 • Hópar takmarkaðir við 12 þátttakendur

 • 1 leiðsögumaður á hverja 6 þátttakendur

 • Í boði að klífa upp á hinn eiginlega topp

 • Í boði að skíða niður

Verð

Fullorðnir (18+): Kr. 22.900,-

Unglingar (12-17): Kr. 14.900,-

Öll verð innihalda 11% VSK.

ref: SA-11