magical_27_jul-9935_edited
Short walk on glacial ice
Snæfellsjökull in the fog
Glacial Ice
Happy couple on Snæfellsjökull

Magical Glacier Hike

Stutt og skemmtileg ganga á Snæfellsjökul!

Almennt

Magical Glacier Hike er skemmtileg og hrífandi ferð sem farin er frá rótum Snæfellsjökuls. Ferðin er ein af okkar auðveldustu og vinsælustu ferðum en hún hentar öllum yfir 12 ára aldri sem almennt eru við góða líkamlega heilsu.

Ferðin tekur 2 – 3 tíma og er í boði frá miðju sumri og fram í september. Við hefjum ferðina á skrifstofu okkar að Gufuskálum (Meeting Point B) þar sem við byrjum á því að máta brodda og annan búnað. Þaðan keyrum við á rútunni okkar upp að rótum Snæfellsjökuls eða upp í 750 metra hæð. Síðan er gengið upp að jökulísnum sjálfum þar sem við stoppum til þess að setja á okkur broddana. Þaðan er gengið upp í um 880 metra hæð á rólegum hraða á meðan við skoðum sprungur, svelgi og aðrar áhugaverðar ísmyndanir á leiðinni. Í heildina er genginn 1 kílómetri með 200 metra hækkun með tilheyrandi útsýni. Við munum stoppa reglulega til þess að njóta fallega útsýnisins yfir Breiðafjörðinn og láglendið með topp jökulsins fyrir aftan okkur.

Hvenær og hvernig?

Ferðin er mjög háð veðri og árstíðarbundnum aðstæðum. Ferðin er eingöngu í boði á meðan enginn snjór þekur jökulísinn. Árstíðirnar geta verið ólíkar milli ára en vanalega er þessi ferð farin frá júlí og fram í september.

Framboðið fyrir ferðina finnur þú hér til hægri á síðunni.

Upphafsstað ferðarinnar finnur þú hér, merktan sem „Meeting Point B“.

Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þessa ferð, sjá hér.

Mikilvægt!

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá inn símanúmer og/eða póstfang í bókunarferlinu svo hægt sé að hafa samband ef það kemur til þess að breyta eða aflýsa þurfi ferðinni vegna veðurs eða annarra ástæðna. Verið viss um að hafa kveikt á símanum og/eða athugið vefpóst reglulega þegar líða tekur að ferðinni.

Búnaður

Það sem þú þarft að hafa meðferðis:

 • Hlý föt og utanyfir föt

 • Góða gönguskó (háa upp á ökklann)

 • Snarl (ef þú vilt þitt eigið)

 • Sólgleraugu

Við útvegum:

 • Gore-Tex utanyfir föt (ef þig vantar)

 • Fjallagönguskó (ef þig vantar)

 • Vatn, íþróttadrykki og orkustykki 

 • Allan nauðsynlegan öryggisbúnað

  • Klifurbelti

  • Broddar

  • Ísaxir

Ferðin í hnotskurn
 • Skemmtileg jökulganga yfir sumartímann

 • Fallegt útsýni og magnaðar ísmyndanir

 • Ferðin tekur upp undir 3 klukkutíma

 • Í boði frá júlí og fram í september

Verð

Fullorðnir (18+): Kr. 13.900,-

Unglingar (12-17): Kr. 8.900,-

 

Öll verð innihalda 11% VSK.

ref: SA-2